Undirbúningi fyrir kótelettukvöld að mestu lokið
Einvalalið Danshallarinnar kom saman í dag.
Undirbúningurinn tókst með eindæmum vel enda hópurinn samhentur með afbrigðum.
Mikill léttleiki, gleði og tilhlökkun einkenndi samkunduna.
Hlökkum til að taka á móti öllum þeim fjölda gesta sem sem tryggt hafa sér miða, en um er að ræða allt að 130 gestir.
Húsið opnar kl 19:00 laugardaginn 19. október. Borðhald hefst kl 19:30.
Svo mun dansinn duna eftir málsverðinn fram eftir kvöldi.
Ein frægasta hljómsveit Hafnarfjarðar, hljómsveitin ALTO leikur fyrir dansi.