Um okkur
Saga Komið og Dansið
Upphafið.
Samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku á Íslandi, voru stofnuð haustið 1991. Samtökin hafa undanfarna vetur staðið fyrir auðveldum dansnámskeiðum fyrir bæði börn og fullorðna. “Lærðu létta sveiflu á tveim dögum” er yfirskrift dansnámskeiða á vegum samtakanna Komið og dansið. Aðalmarkmið námskeiðanna er að kynna auðlærða dansa sem höfða til allra aldurshópa og að námskeiðin væru svo stutt að allir teldu sig geta fórnað þeim tíma til að kynnast dansi og dansgólfi. Kynslóðabil er ekki þekkt hugtak hjá Komið og Dansið.
Um námskeiðin.
Námskeiðin eru ýmist mislöng frá 50 mín örnámskeið (æfingatímar) og allt að 90 mín í senn. Algeng kvöldnámskeið standa í 4-5 skipti og eru að jafnaði einu sinni í viku. Námskeiðin hjá Komið og Dansið miðast fyrst og fremst við að fá fólk til að þora að dansa, og henta því vel þeim sem lítið eða ekkert hafa gert í dansmálum.
Námskeiðin eru kjörin fyrir þá sem hafa lítinn tíma, eða vinna vaktavinnu og ekki geta bundið sig til lengri tíma. Þau eru kjörin vettvangur fyrir hópa, vinnufélaga, saumaklúbba og fjölskyldur til að gera eitthvað saman
Dansgleði.
Þeim sem meira kunna hefur þótt þetta ágæt viðbót, þótt ekki sé dansinn flókinn. Reynslan af námskeiðunum hefur sýnt að folk á öllum aldri getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Dansinum fylgir mikil ánægja. Góð hreyfing, hiti og sviti, hefur jákvæð áhrif á sál og líkama.
Fyrir hópa.
Samtökin bjóða einnig barnanámskeið og kynningar fyrir grunnskóla og sérstök námskeið fyrir nemendur framhaldsskóla. Við minnum á sérstök tilboð til starfsmannafélaga og hópa sem leiða til lægri námskeiðsgjalda, og möguleika á að halda námskeiðin í eigin húsakynnum sem lækkar gjöldin enn frekar.
Námskeiðin eru einnig kjörin vettvangur fyrir hópa, vinnufélaga, saumaklúbba og fjölskyldur til að gera eitthvað áhugavert og skemmtilegt saman. Námskeiðin henta vel þeim sem lítið eða ekkert hafa dansað, sem og lengra komnum.
Gunnar Þorláksson
Gunnar stofnaði samtökin Komið og dansið árið 1991 að fyrirmynd KOM OG DANS í Noregi. Hann lagði grunninn að því sem samtökin eru í dag.
Gunnar var lengstum formaður samtakanna og var leiðbeinandi í ýmsum dönsum ásamt eiginkonu sinni Kolbrúnu Hauksdóttur allt fram á hans síðustu daga.
Þeir sem hafa verið á dansnámskeiði hjá Gunnari minnast hans sem góðs og afar skemmtilegs leiðbeinanda. Samtökin votta Kolbrúnu og fjölskyldu þeirra samúð sína. Skarð Gunnars verður erfitt að fylla.