Dansferð Calpe 2025
May 9 @ 08:00 – May 25 @ 17:00

Hin árlega dansferð til Calpe á Spáni verður farin á næsta ári. Opið er fyrir bókanir. Gestir þurfa að panta sjálfir flug til Alicante. Komið og Dansið á Íslandi aðstoða við bókanir á viðburði og hótel í samvinnu við Kom og Dans í Noregi.
Mikilvægt er að hafa samband beint við Gunnlaug í síma 698 0330 og aðstoðar hann við skráningar til Calpe 2025 í gegnum Kom og Dans í Noregi. Það er til að tryggja að bókanir séu réttar, á afsláttarkjörum og að aðgangur að öllum námskeiðum, sem og dansleikjum sé tryggður.
Um eða yfir 30 manns hafa þegar skráð sig. Bent er á að hafa samband sem fyrst til að tryggja hótelgistingu. Icelandair og Play fljúga beint til Calpe. Við getum aðstoðað gesti að bóka flug.