Dansað á kótelettukvöldi
Afar velheppnað kótelettukvöld Komið og Dansið var haldið í Danshöllinni, Álfabakka 12, Mjódd í gærkvöldi laugardaginn 19. október.
Gestir voru vel yfir 130. Maturinn heppnaðist vel. Gerður góður rómur að.
Allt gekk fumlaust fyrir sig og gestir skemmtu sér vel. Danshljómsveit hússins, ALTO ein frægasta hljómsveit vesturbæjar og þótt víðar væri leitað lék fyrir dansi.
Dansinn dunaði stanslaust til kl 23:30. Enda var mikil dansgleði í gestum.